Samvinna við íbúa og hagsmunaaðilaSamráð við hagsmunaaðila og íbúa er einn af hornsteinum í skipulagsvinnu sem þessari. Skipulagslög eiga að tryggja að samráð sé haft við almenning við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana. Samkvæmt lögunum ber að kynna skipulagslýsingu og matslýsingu og kynna skipulagstillögu á vinnslustigi. Þegar sveitarstjórn hefur samþykkt að auglýsa skipulagstillögu geta almenningur og hagsmunaaðilar gert athugasemdir við hana. Rík áhersla verður lögð að að hafa skipulagsferlið opið og með góðu upplýsingaflæði til þeirra sem málið varðar. Leitað verður eftir góðu samstarfi við íbúa og hagsmunaaðila, m.a. með góðu upplýsingaflæði á heimasíðu og fésbókarsíðu hreppsins. Settur verður á fót sérstakur skipulagshópur íbúa og hagsmunaaðila. Hlutverk hópsins verður að móta tillögu að aðalskipulagi í samvinnu við skipulagsnefnd og hreppsnefnd sem bera ábyrgð á aðalskipulagsgerð skv. lögum. Aðrar leiðir verða einnig notaðar til að virkja fólk til þátttöku í skipulagsvinnunni. Settur verður upp póstkassi þar sem hægt verður að skila inn ábendingum auk þessi sem upplýsingum verður miðlað í dreifibréfum og á opnum fundum þegar þörf krefur. Skipulagshópur
|
Aðrar upplýsingarStaðan Útgefið efni og afurðir Ýmis gögn Tilkynningar Senda ábendingu |
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.