Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps ákvað árið 2016, að veita frístundastyrki til barna og unglinga að 18 ára aldri.
Foreldrar og forráðamenn þurfa að skila inn kvittunum til skrifstofu Súðavíkurhrepps fyrir þátttökugjöldum í íþróttum og tómstundum.
Endurgreiðslan var kr. 20 þús en var árið 2019 hækkuð í 25 þús. á hvert barn sem skráð er í sveitarfélagið. Skilyrði er að þátttökugjöldin séu hærri en sem endurgreiðslunni nemur.