Eggert Einer Nielson veitt viðurkenning
09.09.2022
Fimmtudaginn 8. september 2022 var Eggert Einer Nielson veitt viðurkenning fyrir störf hans í þágu tónlistar og menningar í Súðavík s.l. ár. Bragi Þ. Thoroddsen sveitastjóri veitti Eggert viðurknningarskjalið að morgni þess 8.n en ástæða þótti til að endurtaka athöfnina á tónleikum um kvöldið. Thorsteinn Haukur afhenti vini sínum og félaga til margra ára viðurkenninguna við dynjandi lófatak viðstaddra. Tónleikarnir voru vel sóttir og kvödd Eggert og Michelle alla viðstadda og héldu áleiðis heim til Bandaríkjanna