Gönguhátíð um verslunarmannahelgina 2022 29. júlí – 1. ágúst.
Göngufélag Súðavíkurhrepps, Vesens og vergangs og Súðavíkurhreppur.
Dagskrá gönguhátíðar:
28. júlí – barsvar (pub quiz) á Melrakkasetrinu hefst kl. 20:00. Þátttakendur geta pantað mat á Melrakkasetrinu í síma 456 4922.
29. júlí – föstudagur Hattardalsfjall – 2-3 skór
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími er 5-6 klst. Hækkun uþb 600 m. Sameinast í bíla.
Brenna fyrir neðan Súðavíkurskóla kl. 20:30.
30. júlí – laugardagur – Lambadalsskarð og til baka – 2-3 skór
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími 7-8 klst. og hækkun um 800 m. Sameinast í bíla.
30. júlí – laugardagur – Valagil – láglendisganga – 1 skór
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími er um 1 klst. og hækkun óveruleg. Létt ganga.
Opið grill í Raggagarði – allir mæti með grillkjöt og meðlæti og eigin drykki frá 18:00 – 20:00.
Ball (diskó) 20:30 – 24:00 í Samkomuhúsinu í Súðavík. Allir mæti með eigin drykki.
31. júlí – sunnudagur – Skálavík – Bakkaskarð – Galtarviti 2-3 skór
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími er 8-9 klst. Hækkun 880 m. Sameinast í bíla.
31. júlí – sunnudagur – Ögurganga – 1-2 skór
Fararstjórn: Guðfinna Hreiðarsdóttir. Brottför kl. 12:00 frá Ögri. Ath! Það er rúmlega 1 klst. akstur í Ögur frá Súðavík. Athugið að greitt er sérstaklega fyrir þessa ferð á staðnum og kaffi og meðlæti innifalið.
1. ágúst – mánudagur – Kofri – 2-3 skór
Fararstjórn: Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson. Morgunmatur í Jóni Indíafara kl. 8:10 og brottför kl. 9:00 frá Verslun. Áætlaður göngutími er um 4-5 klst. og hækkun um 600 m. Sameinast í bíla.
Vakin er athygli á því að skráning í göngurnar þarf að liggja fyrir í síðasta lagi fimmtudaginn 28. júlí.
Morgunmatur verður alla daga í Kaupfélaginu (verslun) – er innifalinn ef keyptur er pakki með öllum ferðunum. Upplýsingar um göngurnar og farastjórn er á Facebook síðu gönguhátíðar.
Verð í göngur á Gönguhátíðinni eru eftirfarandi:
Ef keyptur er aðgangur í allar göngurnar er verðið kr. 10.000.- og er þá innifalið morgunmatur í Jóni Indíafara alla göngudagana, brenna og ball í Samkomuhúsinu í Súðavík. Verð í allar göngur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega kr. 5000.
Hægt er að kaupa í stakar göngur. Lengri göngur kr. 3000, styttri göngur kr. 1500.
Þátttakendur mæta í göngur á eigin ábyrgð og er bent á að hafa ferða- og slysatryggingar í lagi. Almennir fyrirvarar gilda um göngur út frá veðri og aðstæðum. Ef fella þarf niður göngur vegna veðurs eða aðstæðna verður stefnt á að hafa aðrar göngur í staðinn ef hægt er.
Farastjórar: Anna Lind Ragnarsdóttir s. 893 4985 og Barði Ingibjartsson s. 846 6350
Einnig veita upplýsingar: Bragi Þór Thoroddsen s. 868 9272
Hægt er að greiða fyrir göngurnar inn á reikning Göngufélags Súðavíkur. Senda kvittun á annalind@sudavikurskoli.is
Reikningsnúmer: 0154-05-420900 kt. 440304-4190
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.