Álagning ársins 14.97%
Fasteignaskattur
A - flokkur, íbúðir og mannvirki í landbúnaði, 0,45%.
Vatnsgjald.
Álagning af fasteignamati húss og lóðar, 0,35%.
Lágmarksgjald kr. 6.600.
Holræsagjald.
Álagning af fasteignamati húss og lóðar, 0,22%
Rótþróargjald
Rotþró < 4.000 kr. 17.331Gjaldskrá Súðavíkurhrepps vegna sorphirðu
1. gr.
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps er heimilt að ákvarða og innheimta gjald fyrir söfnun og meðhöndlun úrgangs, samkvæmt 14. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Súðavíkurhreppi frá mars 2023, í samræmi við ákvæði 1. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þá er Súðavíkurhreppi heimilt að innheimta gjald fyrir alla aðra meðhöndlun úrgangs, uppsetningu og rekstur nauðsynlegra innviða í samræmi við 2. mgr. 23.gr. laganna.
2. gr.
Gjaldið er innheimt árlega sem hér segir:
Blandaður/grófur úrgangur 40 kr./kg
Timbur 50 kr./kg
Framangreind gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Súðavíkurhreppi var samþykkt í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps, 10. febrúar 2023, staðfestist samkvæmt heimild í 8. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Súðavíkurhreppi, samkv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.
Hundaleyfisgjald.
Afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega.
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Súðavíkurhreppi er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Gjaldskrá varðandi þennan lið er samhljóða gjaldskrá Ísafjarðarbæjar.
Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Súðavíkurhreppi sem búa í eigin íbúð og:
a) eru 67 ára á árinu eða eldri, eða
b) hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar ári áður. Einnig geta þeir sem úrskurðaðir hafa verið 75% öryrkjar á álagningarári sótt um hlutfallslega lækkun frá því að örorkumat tók gildi. Sama gildir um einstaklinga sem fá greiddan endurhæfingarlífeyri.
Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í. Ef eigendur fasteignar eru fleiri en einn og einhver þeirra uppfyllir skilyrði um afslátt er veittur afsláttur í samræmi við eignarhluta þess sem rétt á samkvæmt reglum og viðmiðum í a) og b) lið. Það á þó ekki við um hjón eða sambúðarfólk þar sem vísast til tekjuviðmiða hér síðar.
Lækkun fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega er tekjutengd miðað við árstekjur 2022 og álagningu skattstjóra ársins 2023 skv. eftirfarandi tekjumörkum. Afsláttur er veittur samkvæmt eftirfarandi tekjuviðmiðum:
a) Einstaklingar:
Einstaklingar fá 100% lækkun sem eru með tekjur allt að kr. 4.402.000.-b) Hjón:
Hjón fá 100% lækkun sem eru með tekjur allt að kr. 6.877.000.-
Hjón fá 80% lækkun sem eru með tekjur allt að kr. 7.704.000.-
Hjón fá 60% lækkun sem eru með tekjur allt að kr. 8,628.000.-
Hjón fá 40% lækkun sem eru með tekjur allt að kr. 9,663.000.-
Hjón fá 20% lækkun sem eru með tekjur allt að kr. 10.823.000.-
Hærri tekjur en við framangreind viðmið gefa engan afslátt.
Til tekna teljast tekjur sem mynda stofn til tekju- og útsvarsstofns að viðbættum fjármagnstekjum skv. skattframtali . Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og sambúðarfólks. Hámarks afsláttur er kr. 100.000.- Við álagningu fasteignagjalda ár hvert er afsláttur unninn á sjálfvirkan hátt í gegnum vinnslu álagningarkerfisins. Forsendur eru sóttar í gegnum vefþjónustu RSK og byggist á tekjum þar síðasta árs.
Við álagninu fasteignagjalda verður reynt að leggja á gjaldendur í þessum hóp miðað við ofangreindar forsendur. Æskilegt er að viðkomandi gjaldendur geri athugasemdir fyrir 21. mars nk. hafi þeir ekki notið þessarar lækkunar en telji sig eiga rétt á henni.
Við fráfall maka skulu fasteignaskattur og holræsagjald af íbúðarhúsnæði sem maki hins látna (hinnar látnu) á og býr í falla niður af fullu fyrsta árið, þó að hámarki kr. 100.000,-. Umsóknarfrestur um afslátt af fasteignagjöldum er til og með 28. febrúar ár hvert.
Falli aðstæður umsækjanda um afslátt af fasteignagjöldum ekki undir þessar reglur er velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar heimilt að ákveða um lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda og skulu reglur þessar þá hafðar til grundvallar, ásamt greinargerð. Rísi ágreiningur um túlkun reglna eða afgreiðslu mála skal málinu vísað til velferðarnefndar Ísafjarðarbæjar.
Innheimta fasteignargjalda.Samþykkt á aukafundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps föstudaginn 26.janúar 2024, með vísan til endurskoðunar gjaldskrár á 19. fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps dags. 9. febrúar 2024.