2. FUNDUR ATVINNU OG LANDBÚNAÐANEFNDAR KJÖRTÍMABILIÐ 2018-2022
HALDINN Í FUNDARSAL ÁLFTAVERS, FIMMTUDAGINN 13 DES. 2018, KL. 16:00
Fimmtudaginn 13. nóv. árið 2018 var haldinn fundur í atvinnu og landbúnaðarnefnd Súðavíkurhrepps.
Mætt voru á fundinn: Stephen Midgley, Arthúr Guðmundsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Jónas Skúlason og Pétur Markan, sveitarstjóri.
Ekki er gerð athugasemd við boðun fundarins.
Dagskrá:
1. Byggðakvóti 2018/2019 – sérreglur.
2. Kynning á fjárhagsáætlun Súðavíkurhrepps 2019
3. Erindi frá Stephen Midgley.
4. Önnur mál.
1. Nefndin fer yfir erindi sem borist hafa vegna sérreglna úthlutunar á almennum byggðakvóta 2018 / 2019. Sveitarstjóri fer yfir fund með hagsmunaaðlum sem hafa nýtt byggðakvóta Súðavíkurhrepps sem fór fram 10. des.
Nefndin felur sveitarstjóra að óska eftir frest hjá ráðuneytinu varðandi skil á sérreglum.
Nefndin kemur saman næst 10. janúar til að ákveða í málinu.
2. Fjárhagsáætlun kynnt. Ákveðið að fela Midge og sveitarstjóra að útbúa greinargerð varðandi ferðamálafulltrúa og leggja fyrir nefndina í janúar.
3. Rætt um áætlun til þriggja ára um refaveiðar 2017 – 2019. Ákveðið að fela sveitarstjóra að vinna að nýrri áætlun um refaveiðar í Súðavíkurhreppi í samráði við nefndina. Ákveðið að ræða málið aftur á næsta fundi.
4. Engin önnur mál.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða kl. 18:30
Sign.
Jónas Skúlason Stephen Midgley
Arthúr Guðmundsson Jóhanna Kristjánsdóttir