1. fundur atvinnu og landbúnaðanefndar kjörtímabilið 2018-2022
haldinn í fundarsal Álftavers, fimmtudaginn 1. nov. 2018, kl. 16:00
Fimmtudaginn 1. nóv. árið 2018 var haldinn fundur í atvinnu og landbúnaðarnefnd Súðavíkurhrepps.
Mætt voru á fundinn: Stephen Midgley, Arthúr Guðmundsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Karl Guðmundur Kjartansson, Jónas Skúlason og Pétur Markan, sveitarstjóri. Oddviti situr fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Ekki er gerð athugasemd við boðun fundarins.
Dagskrá:
1. Erindisbréf lagt fram.
2. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
3. Fastir fundartímar nefndarinnar.
4. Stöðukynning á Kalkþörungaverkefni.
5. Byggðakvóti 2018/2019.
6. Önnur mál.
____________________________________
Sveitarstjóri kynnir einnig sameiningu harðfiskverkana sem verður staðsett í Súðavík varðandi mögulega úthlutun byggðakvóta. Ákveðið funda aftur um málið síðar í mánuðinum til að ræða frekari sérreglur. Karl Guðmundur kynnir að hann sé vanhæfur til að ræða málið frekar og ákveða um útdeilingu byggðakvótans.
Sveitarstjóra falið að kalla saman fund með þeim aðilum sem hafa nýtt byggðakvótann á undanförnum árum fyrir næsta fund nefndarinnar.
Engin önnur mál.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða kl. 17:54
Sign.
Jónas Skúlason Stephen Midgley
Arthúr Guðmundsson Jóhanna Kristjánsdóttir
Karl Guðmundur Kjartansson