Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélagsins á grunn- og miðstigi

Skólaárið 2012-2013.

Íbúar Súðavíkurhrepps, aðrir en nemendur Súðavíkurskóla sem lögheimili eiga í sveitarfélaginu eiga rétt á styrk vegna tónlistarnáms utan sveitarfélagsins.

Nemandi skal stunda tónlistarnám á grunn- eða miðstigi.

Styrkir til tónlistarnáms er eftirfarandi:

Fullt nám: kr. 40.479 fyrir hverja önn
Hálft nám: kr. 20.240 fyrir hverja önn

Fullur styrkur til tónlistarnáms er veittur fyrir fullt nám samkvæmt skilgreiningu skóla.   Sé um hluta tónlistarnáms að ræða miðast styrkurinn við það hlutfall.

Til að fá greiddan styrk  skal skila inn reikningi frá tónlistarskóla og staðfestingu um að viðkomandi hafi staðist námskröfur.


Samþykkt á 13. fundi fræðslu og tómstundanefndar þann 3. sept. 2012.
Samþykkt á 35. fundi sveitarstjórnar þann 6. sept. 2012