Starfsreglur
1. gr. Skipurit
Skólastjóri Súðavíkurskóla er yfirmaður leikskóladeildar Súðavíkurskóla sem fellur undir fræðslu- og tómstundanefnd, eftir því sem nánar segir í reglum þessum og lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Deildarstjóri leikskóladeildar hefur umsjón með faglegu starfi leikskóladeildar og starfar samkvæmt starfslýsingu.
2. gr. Fundir fræðslu- og tómstundanefndar
Skólastjóri ásamt deildarstjóra leikskóladeildar eiga rétt til setu á fundum fræðslu- og tómstundanefndar þegar fjallað er um málefni leikskólans og skulu þeir boðaðir á þá fundi og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Þá geta þeir einnig óskað eftir fundi og skal þá formaður nefndarinnar boða ti1 fundar eins fljótt og kostur er.
3. gr. Ráðning starfsfólks
Skólastjóri í samráði við deildarstjóra leikskóladeildar sér um ráðningu starfsfólks leikskóladeildar í samráði við fræðslu- og tómstundanefnd. Leitast skal við að ráða menntað starfsfólk í samræmi við 6. gr. lög um leikskóla nr. 90/2008 og samkvæmt 9. gr. laga Um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008.
Jafnframt verður leitast við að ráða starfsfólk sem á ekki barn eða börn í leikskólanum.
4.gr. Reglur um innritun barna á leikskóladeild
Öll börn sem eiga lögheimili i Súðavíkurhreppi og eru á aldrinum eins árs til þess tíma er þau hefja grunnskólanám eiga rétt á leikskólaplássi. Leikskóladeild Súðavíkurskóla er einsetin og skal innritun miðast við kl. 08:00 eða kl. 09:00 dag hvern. Leikskóladeildin er opin frá kl. 07:45 til kl. 16:00 alla virka daga.
Innritun barna má fara fram þremur mánuðum áður en þau verða eins árs. Sækja skal um á þar til gerðum umsóknareyðublöðum um leikskólavist.
Fyrir utan almenn aldurstakmörk fyrir innritun gildir einfaldur biðlisti. Þó hafa börn einstæðra foreldra, námsfólks og öryrkja samkvæmt mati, forgang á biðlista.
Fræðslu- og tómstundanefnd í samráði við deildarstjóra er heimilt að víkja frá
meginreglunni um forgangslista eða töku afbiðlista vegna sérstakra aðstæðna.
5.gr. Gjaldfrjáls leikskóli
Leikskólinn í Súðavík er gjaldfrjáls fyrir börn með lögheimili í Súðavíkurhreppi frá kl. 8:00 til 14:00 virka daga.
Hægt er að fá leikskólavist í allt að 8 klst. á dag, en greiða þarf fyrir viðbótarstundir samkvæmt gjaldskrá eins og hún er hverju sinni.
Foreldrum /forráðamönnum barna er gefinn kostur á að sækja um tvær gjaldfrjálsar klukkustundir til viðbótar ef eftirfarandi aðstæður eiga við hjá foreldrum / forráðamönnum barna:
Sækja skal um gjaldfrjálsar viðbótarstundir á þar til gert eyðublað á skrifstofu Súðavíkurhrepps.
Verði breytingar á högum foreldra/ forráðamanna sem notið hafa gjaldfrjálsra viðbótastunda skal tilkynna það eins fljótt og auðið er til skrifstofu Súðavíkurhrepps.
Súðavíkurhreppur áskilur sér rétt til að endurkrefja foreldra / forráðamenn um greiðslu vegna viðbótarstunda ef í ljós kemur að skilyrðum hafi ekki verið fullnægt.
6. gr. Greiðsla leikskólagjalda
Foreldrum ber að greiða fyrir viðbótar leikskólastundir í samræmi við 5. gr. Þau gjöld eru fyrirfram einn mánuð í senn.
7. gr. Samkennsla
Öll börn i Súðavíkurhreppi skulu eiga rétt á samkennslu frá 1. september, árið sem þau verða fimm ára, í allt að fjóra tíma á dag.
8. gr. Uppsögn
Heimilt er að segja barni upp leikskólaplássi, ef nýting fer niður fyrir 60% af meðaltali af samþykktri leikskóladvöl tvo mánuði i röð, án þess að gildar ástæður liggi fyrir, s.s. veikindi eða tímabundnar fjarvistir úr sveitarfélaginu.
Fari tveir mánuðir í vanskil vegna leikskólagjalda og ekki hafi verið samið um greiðslufrest mega foreldrar / forráðamenn eiga von á að leikskólavist falli úr gildi 30 dögum síðar án frekari viðvarana.
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur skal vera einn mánuður. Skal uppsögn vera skrifleg og berast deildarstjóra.
9. gr. Þagnarskylda
Allt starfsfólk leikskóladeildar er bundið þagnarskyldu. Þagnarskyldan helst þó að starfsmaður láti af störfum.
10. gr. Samstarf við foreldra
Samstarf leikskóla við foreldra skal byggja á þeirri forsendu að foreldrar / forráðamenn beri aðalábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna.
Samstarf fer m.a fram í daglegum samskiptum og sérstökum viðtölum starfsmanna og
foreldra. Foreldrafund og foreldraviðtöl skal halda a.m.k. einu sinni á ári. Einnig er foreldrum heimilt að óska eftir foreldraviðtali og foreldrafundi.
11. gr. Fæði
Börnum er boðið upp á ávaxtastund, hádegismat og síðdegishressingu sem greiðist af foreldrum samkvæmt gjaldskrá.
12. gr. Koma og brottför
Börnum skal fylgt í og úr leikskóla og starfsfólk látið vita um komu þess og brottför. Ef aðrir en foreldrar / forráðamenn sækja barn á leikskóla, skal láta starfsfólk leikskóladeildar vita.
Foreldrar skulu virða umsamin vistunartíma. Umsamin vistunartími segir til um á hvaða tíma barn kemur og fer úr leikskóladeild. Sé barn sótt eftir að umsömdum vistunartíma líkur, þrjú skipti eða oftar í mánuði skal greiða viðbótargjald sem nemur hálfu tímagjaldi.
13. gr. Veikindi
Óheimilt er að barn dvelji veikt á leikskóladeild. Ef barn veikist að mati starfsmanna eru foreldrar /forráðamönnum gert viðvart og skal náð í barnið eins fljótt og auðið er. Eftir veikindi skal barnið vera heima a.m.k. einn dag hitalaust en getur síðan í leikskóladeild verið innandyra í tvo daga.
Af öryggisástæðum gefur starfsfólk barni ekki lyf nema fyrir liggi vottorð frá lækni og þá með samþykki deildarstjóra og foreldri barnsins.
Foreldrar / forráðamenn ber að láta starfsfólk vita ef um einhvers konar frávik er að ræða hjá barni og bera ábyrgð á að nauðsynlegur búnaður sé til aðstaðar á leikskóladeild gerist þess þörf.
14. gr. Ef barn slasast
Ef barn slasast eða veikist er strax haft samband við foreldra / forráðamenn, jafnframt því sem reynt er að bregðast við á réttan hátt.
Sé um stærri meiðsl að ræða t.d. höfuðáverka eða beinbrot skal panta sjúkrabíl ti1 að flytja barnið á slysavarðstofu. Í slíkum tilfellum er unnið samkvæmt reglum um öryggi barna á leikskólum.
Súðavíkurhreppur greiðir fyrir fyrstu heimsókn og flutning að og frá slysavarðstofu.
15. gr. Lög og reglugerðir
Leikskóladeild Súðavíkurskóla starfar að öðru leyti samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um Starfsumhverfi leikskóla frá 655/2009, reglugerð Um skil og miðlun upplýsinga milli leik- og grunnskóla nr. 896/2009 og öðrum lögum og reglugerðum er gilda um starfsemi leikskóla.
Samþykkt á 56. fundi sveitarstjórnar, þann 29 apríl 2010.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.