Reglur vegna kostnaðarframlags vegna kaupa og sölu á mjólkurframleiðslurétti í Súðavíkurhreppi

Samþykkt 13. nóvember 2003


1.gr. Samþykkt hreppsnefndar
Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps ákvað á 25. fundi sínum þann 23. október 2003 að skuldbinda sig til að greiða kaupanda mjólkurframleiðslurétts framlag sem nemur 15% af kostnaði hans.
Markmiðið með reglum þessum er að tryggja að mjólkurframleiðsluréttur haldist innan marka Súðavíkurhrepps.

2. gr. Skilyrði fyrir framlagi

  • Að mjólkurbú og kaupandi mjólkurframleiðslurétts sé skráð(ur) í Súðavíkurhreppi.
  • Að kaupverð mjólkurframleiðslurétts sé ekki yfir markaðsverði.
  • Kaupandi mjólkurframleiðslurétts skal óska formlega eftir framlagi Súðavíkurhrepps í síðasta lagi 20 dögum eftir undirskrift kaupsamnings um kaup á mjólkurframleiðslurétti. Sé það er ekki gert, áskilur Súðavíkurhreppur sé rétt til að hafna þátttöku um framlag.
  • Eigandi mjólkurframleiðslurétts sem styrkur er með framlagi Súðavíkurhrepps er ekki heimilt selja þann framleiðslurétt nema með skriflegu samþykki Súðavíkurhrepps.
  • Við sölu á mjólkurframleiðslurétti sem styrkur er með framlagi Súðavíkurhrepps skal seljandi endurgreiða Súðavíkurhreppi 15% af söluvirði. Á það við hvort sem markaðsverð hefur lækkað eða hækkað frá þeim tíma er kaupin voru gerð.
  • Ef eigandi mjólkurframleiðslurétts hyggst selja mjólkurframleiðslurétt og söluverð er undir markaðsvirði skal Súðavíkurhreppur hafa forkaupsrétt á mjólkurframleiðsluréttinum.


3. gr. Þinglýsing
Súðavíkurhreppur skal þinglýsa samningi milli Súðavíkurhrepps og kaupanda mjólkurframleiðslurétts vegna framlags Súðavíkurhrepps til kaupanda. Þar kemur fram sú kvöð að eigandi framleiðslurétts skuli endurgreiða Súðavíkurhreppi 15% framlag við sölu á framleiðslurétti sem styrkur hafi verið með framlagi Súðavíkurhrepps.

Þannig samþykkt á 27. fundi hreppsnefndar Súðavíkurhrepps þann 13. nóvember 2003