Gildir frá 1. september 2012
1. kafli
Súðavíkurhreppur býður upp á almennt tónlistarnám fyrir nemendur Súðavíkurskóla í Tónlistardeild hans.
Hlutverk og markmið
Í aðalnámskrá tónlistarskóla segir að tónlistarskólar gegni fjölbreyttu hlutverki í samfélaginu. Þeim ber að stuðla að öflugu tónlistarlífi jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Skólum ber að taka tillit til margvíslegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska. Kennsluaðferðir og viðfangsefni þeirra þurfa því að vera fjölbreytt og er sveigjanleiki í skólastarfi nauðsynlegur.
Í aðalnámskrá tónlistarskóla segir m.a.:
,,Hlutverk tónlistarskóla er að:
• stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar
• búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur.
• stuðla að auknu tónlistarlífi."
2. kafli
Almennar reglur
2. Nemendur Súðavíkurskóla geta sótt um heimild til tónlistarnáms við annan tónlistaskóla, ef Tónlistardeild Súðavíkurskóla getur ekki séð um kennslu þeirra lengur vegna sérhæfingar. Afgreiðsla þeirra umsókna er á vegum skólastjóra Súðavíkurskóla.
3. Súðavíkurhreppur mun greiða launakostnað kennara vegna tónlistarnáms nemenda Súðavíkurskóla við aðra tónlistarskóla en skilyrt er að nemandi sé með lögheimili í Súðavíkurhreppi.
4. Ef nemandi er með lögheimili í öðru sveitarfélagi ber foreldrum/ forráðamönnum að standa straum af viðbótarkostnaði sem kann að verða vegna tónlistargjalds og launakostnaði kennara utan sveitarfélagsins.
5. Annar kostnaður vegna námsins greiðist af foreldum /forráðamönnum.
6. Greitt er samkvæmt gjaldskrá sem sveitarstjórn Súðavíkurhrepps setur í samvinnu við Tónlistardeild Súðavíkurskóla og Fræðslu- og tómstundanefnd.
7. Afgreiðsla umsókna um tónlistarnám í öðrum tónlistarskóla en Tónlistardeild Súðavíkurskóla er á vegum skólastjóra Súðavíkurskóla samkvæmt reglum þessum.
8. Umsókn um tónlistanám skal berast skólastjóra fyrir 25. ágúst ár hvert.
Samþykkt á 13. fundi fræðslu og tómstundanefndar þann 3. sept. 2012.
Samþykkt á 35 fundi sveitarstjórnar þann 6. Sept. 2012.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.