Menningarráð Vestfjarða

 

Stjórn Menningarráðs Vestfjarða er skipuð sjö fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum. Fulltrúar skiptast þannig að einn fulltrúi er frá Strandasýslu og Reykhólahreppi, einn fulltrúi er frá Vestur-Barðastrandarsýslu, einn fulltrúi frá Bolungarvík og Súðavíkarhreppi og tveir fulltrúar frá Ísafjarðarbæ. Auk þess tilnefnir Fjórðungssamband Vestfirðinga tvo fulltrúa.
Samþykktir Menningarráðsins byggja annars vegar á samningi milli sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál sem undirritaður var 10. júní 2007 og hins vegar samningi milli menntamálaráðherra, samgönguráðherra og Fjórðungssambands Vestfirðinga um samstarf ríkis og sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál sem undirritaður var 1. maí 2007.

Samkvæmt annarri grein beggja samninga skal Menningarráð Vestfjarða vera samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Vestfjörðum um menningarmál og hafa meðal annars það hlutverk að samræma aðgerðir á sviði menningarmála á starfssvæðinu, standa fyrir öflugu þróunarstarfi, úthluta fjármagni til menningarverkefna á Vestfjörðum samkvæmt samningi ríkis og sveitarfélaga og hafa eftirlit með framkvæmd þess samnings.

Stjórn skipa:

Gunnar Hallsson, formaður

Svæði: Bolungarvík/Súðavík

 

Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður
Svæði: Ísafjarðarbær

 

Dagbjört Hjaltadóttir

Tilnefnd af Fjórðungssambandi Vestfirðinga

 

Arnar S. Jónsson
Svæði: Strandir / Reykhólahreppur

 

Gerður Eðvarsdóttir

Svæði: Ísafjarðarbær

 

Leifur Ragnar Jónsson

Svæði: Vestur-Barðastrandarsýsla

 

Sveinn Valgeirsson
Svæði: Tilnefndur af Fjórðungssambandi Vestfirðinga



Menningarfulltrúi Vestfjarða

 

Jón Jónsson