um gatnagerðargjald í þéttbýli Súðavíkurhrepps.
1. gr.
Almenn heimild.
Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum við eldri byggingar, hvort sem eru á eignar- eða leigulóðum í Súðavík skal greiða gatnagerðargjald til sveitarfélagsins samkvæmt samþykkt þessari.
Um gatnagerðargjald fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og reglugerð um gatnagerðargjald nr. 543/1996.
Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda heimæðargjald vatnsveitu, tengigjald holræsa og byggingarleyfisgjald. Gjöld vegna þessa fara eftir viðkomandi gjaldskrám.
2. gr.
Ráðstöfun gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjaldi skal varið til gatnagerðar í Súðavík og viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja. Skal nota það til greiðslu kostnaðar við undirbyggingu götu með tilheyrandi lögnum þ.m.t. vegna götulýsingar, við lagningar bundins slitlags og gangstétta, gerð umferðareyja, gangstíga og opinna svæða.
Tengi- og heimæðargjöld eru innheimt sérstaklega og ekki innifalin í gatnagerðargjaldi.
3. gr.
Gjaldstofn gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er tvíþætt. Annars vegar er það vegna nýrra bygginga og hins vegar vegna stækkunar á eldra húsnæði.
Stofn til álagningar gatnagerðargjalds er fermetrafjöldi byggingar á tiltekinni lóð.
Gjaldstofninn er ákveðinn á eftirfarandi hátt:
4. gr.
Útreikningur gatnagerðargjalds.
Af hverjum fermetra (m²) húss, greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. fermetra í vísitöluhúsi fjölbýlis, eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Hundraðshluti byggingarkostnaðar ákvarðast eftir hústegund svo sem hér segir:
Húsgerð
|
Hlutfall |
Einingaverð, kr/m2 |
Einbýlishús |
9,0% |
14.040 |
Rað- og sambýlishús, |
6,5% |
10.140 |
Fjölbýlishús, 5 íbúðir eða fleiri |
4,5% |
7.020 |
Verslunar- og skrifstofuhúsnæði |
5,5% |
8.580 |
Iðnaðar- og annað atvinnuhúsnæði |
3,5% |
5.460 |
Bifreiðageymslur, áður byggð hverfi |
5,5% |
8.580 |
Skólamannvirki |
6,0% |
9.360 |
Sólskálar |
4,5% |
7.020 |
Fjárhæðir taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhússins (156.000 kr./m², byggingarvísitala 100 stig f. jan. 2010).
5. gr.
Undanþágur frá greiðslu gatnagerðargjalds.
Undanþegnar greiðslu gatnagerðargjalds eru eftirtaldar byggingar:
6. gr.
Greiðsluskilmálar.
Heimilt er að haga greiðslu gatnagerðargjalds sem hér segir: Innan eins mánaðar frá undirskrift lóðarleigusamnings, sölu eignarlóðar eða lóðarveitingar skal greiða 20% af álögðu gatnagerðargjaldi, 40% innan 12 mánaða og 40% þegar lokið er lagningu bundins slitlags á viðkomandi götu.
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Af gjaldföllnu gatnagerðargjaldi skulu greiðast dráttarvextir, skv. ákvæðum laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá gjalddaga.
7. gr.
Afturköllun lóðarúthlutunar og heimild til afturköllunar byggingarleyfis,
ef gatnagerðargjald er ekki greitt.
Nú greiðir lóðarhafi ekki gatnagerðargjald á tilskyldum tíma og er sveitarstjórn þá heimilt að afturkalla byggingarleyfið og/eða lóðarúthlutun og skal kveðið svo á í úthlutunar- eða byggingarskilmálum.
Hafi teikningar af fyrirhuguðu húsi ekki borist byggingarnefnd til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun lóðar, fellur lóðarúthlutunin úr gildi og endurgreiðist þá gatnagerðargjald samkvæmt 6. gr., a-lið.
Byggingarfrestur er 12 mánuðir, þ.e. að lóð fellur aftur til sveitarsjóðs hafi framkvæmdir ekki verið hafnar innan þess tíma frá veitingu byggingarleyfis, nema leyfið hafi verið háð öðrum skilmálum um byggingarfrest.
8. gr.
Ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Lögveðsréttur.
Lóðarhafi leigulóðar og eigandi eignarlóðar ber ábyrgð á greiðslu gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald er ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti umfram hvers konar samningsveð og aðfararveð.
9. gr.
Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt í eftirtöldum tilvikum:
a. Ef lóðarhafi skilar úthlutaðri lóð eða ef lóðarúthlutun er afturkölluð.
b. Ef gatnagerðargjald hefur verið greitt í tengslum við útgáfu byggingarleyfis, en leyfið fellur úr gildi.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt innan 30 daga ef lóð er afturkölluð skv. a-lið, sama gildir um gatnagerðargjald sem lagt hefur verið á í tengslum við útgáfu byggingarleyfis sbr. b-lið, en þá skal gatnagerðargjald endurgreitt innan 30 daga frá því að byggingarleyfishafi hefur sannanlega krafist endurgreiðslu.
Gatnagerðargjald skal endurgreitt og verðbætt, án vaxta, miðað við breytingu á vísitölu byggingarkostnaðar frá því lóðarhafi greiddi gatnagerðargjaldið til endurgreiðsludags.
Um endurgreiðslu fer að öðru leyti skv. 9. gr. laga um gatnagerðargjald nr. 153/2006.
10. gr.
Áfangaskipti framkvæmda.
Í þeim tilvikum þegar lóðarhafi hyggst byggja hús, annað en íbúðarhús, í áföngum, getur sveitarstjórn heimilað slíka áfangaskiptingu og þá skal gatnagerðargjald hverju sinni greiðast samkvæmt þeirri samþykkt sem í gildi er þegar byggingarleyfi hvers áfanga er útgefið.
Umsækjandi skal taka það sérstaklega fram í lóðarumsókn að hann ætli að reisa fyrirhugað mannvirki í áföngum og hvenær hann hyggst hefja framkvæmdir á sérhverjum byggingaráfanga.
Verði heimiluð áfangaskipti falla áætluð gjöld í gjalddaga við upphaf hvers byggingaráfanga í samræmi við áform lóðarhafa við úthlutun lóðarinnar.
11. gr.
Samþykkt og gildistaka.
Samþykkt þessi er samþykkt af sveitarstjórn Súðavíkurhrepps þann 12. ágúst 2010, skv. heimild í lögum nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.
Samþykktin öðlast gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Samþykkt á fundi sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps, 12. ágúst 2010.
Ómar Már Jónsson sveitarstjóri.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.