Vatnsveita Súðavíkur

Ágætu íbúar.

Það hefur komið upp bilun í dælubúnaði í ferskvatnsborholum fyrir vatnsveitu Súðavíkurhrepps. Viðgerð og uppfærsla stendur yfir, en þar sem um sérhæfðan búnað er að ræða mun þetta taka einhverja daga. Vatnstankar eiga að geta annað byggðinni að mestu í einhvern tíma, en vatnsnotkun að jafnaði gengur hratt á vatnsbirgðir. Íbúar eru hvattir til þess að fara sparlega með vatn þangað til leyst hefur verið úr. 

Súðavíkurhreppur biðst velvirðinga á því óhagræði sem kann að fylgja.