Nú er stendur yfir varptími fugla, bæði spörfugla og staðfugla sem hér dvelja yfir sumar og vetur.
Heimiliskettir eiga það til að vera duglegir í veiðum, þeir sem stunda það á annað borð. Því er vinsamlegast beint til kattareigenda að passa upp á kettina sína og setja á þá hálskraga og bjöllu svo þeir eigi erfiðara með þessar veiðar. Venjulegur heimilisköttur drepur að jafnaði tugi fugla á viku og eru smáfuglar sérstaklega viðkvæmir yfir varptímann. Farsælast er að halda þeim sem mest innandyra fram í byrjun júlí í það minnsta.
Þá ber að geta þess að kvartað hefur verið undan köttum sem gera sig heimakomna hjá öðrum hér í Súðavík.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.