Tónleikar voru haldnir í Súðavíkurkirkju að kvöld 24. ágúst s.l. Þar komu fram tónlistarkonan Agata Zubel og tónlistarmennirnir Marcin Grabosz og Michal Moc. Þau komu víða við í flutningi sínum þetta kvöld og var flutt tónlist eftir Szymaowski, Berg, Saariaho, Kaldlóns, Leifs, de Falla og Piazzolla. Tónleikarnir voru hreint frábærir og þökkum við listamönnunum kærlega fyrir tónlistarviðburðinn.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.