Listasýningin Svikull silfurljómi er haldin í Félagsheimilinu í Súðavík dagana 1. - 23. apríl 2023. Á sýningunni eru verk eftir listakonuna Unu Björgu Magnúsdóttur. Una Björg beitir ýmsum brögðum í verkum sínum til að velta upp spurningum um fegurð, gildi, tilvist okkar, hegðun og hátterni. Hún notar til þess aðferð og gildishlaðin efni á slungin en sparlegan hátt. Með nákvæmum uppstillingum á fábrotnum munum skapa verkin ákveðið sýndaryfirborð þar sem allt virðinst með felldu. En verkin taka á sig háttvísa blekkingu og dansa á óræðum skilum þess raunverulega og eftirlíkingar til að kalla á óskipta athygli áhorfandans. Una Björg er fjórði listamaðurinn sem velst til þátttöku í sýningaröð ASÍ þar sem skipulagðar eru einkasýningar valinna listamanna á tveimur stöðum á landinu. Sýningin er opin frá tvö til fimm.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.