Sveitarstjórnarkosningar 2022

Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Súðavíkurhrepps

Samkvæmt lögum eiga sveitastjórnarkosningar að fara fram laugardaginn 14.maí 2022.

Af því tilefni auglýsir Yfirkjörstjórn Súðavíkurhrepps eftir framboðum til sveitarstjórnar Súðavíkuhrepps fyrir kjörtímabilið 2022 – 2026.

Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar Súðavíkurhrepps er til kl. 12 á hádegi föstudaginn  8. apríl 2022. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests. Yfirkjörstjórn veitir framboðslistum móttöku í fundarsal Súðavíkurhrepps í Álftaveri á milli kl. 11.00 – 12.00 þann 8.apríl nk. og áætlar að úrskurða um framboð á þeim fundi.

Vakin er athygli á eftirfarandi úr lögum nr.112/2021:

49.gr

Fulltrúar í sveitarstjórnum skulu kjörnir í leynilegum almennum kosningum sem geta verið með tvennu móti:

  1. Bundnar hlutfallskosningar þar sem kosning er bundin við framboð á listum og fulltrúar á hverjum lista ná kjöri í hlutfalli við það atkvæðamagn sem listinn fær.
  2. Óbundnar kosningar þar sem kosning er ekki bundin við framboð en allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því.

Í sveitarfélögum skal almennt kjósa bundinni hlutfallskosningu.

Nú kemur enginn framboðslisti fram áður en framboðsfresti lýkur eða svo fá nöfn eru á framboðslistum að sveitarstjórn verður ekki fullskipuð í bundinni kosningu og skal þá kosning verða óbundin.

36. gr

Þegar sveitarstjórnarkosningar eiga að fara fram skulu öll framboð tilkynnt skriflega yfirkjörstjórn þeirri sem í hlut á eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag.

Tilkynningin getur verið undirrituð eigin hendi eða með fullgildri rafrænni undirskrift.

                                                                                                    37.gr

Gæta skal þess um öll framboð að tilgreina skýrlega nafn frambjóðanda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti hans til þess að enginn vafi geti leikið á því hverjir eru í kjöri

46 gr.

Nú kemur aðeins fram einn framboðslisti við sveitarstjórnarkosningar og skal þá yfirkjörstjórn sveitarfélags framlengja framboðsfrest um tvo sólarhringa. Komi fram nýr framboðslisti innan þess frests er heimilt að veita honum fjögurra daga frest til að uppfylla skilyrði skv. 39. gr. Komi ekki fram nýr framboðslisti áður en sá frestur er úti verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn.sjálfkjörinn.

 

Súðavík 31.mars 2022.

Yfirkjörstjórn Súðavíkurhrepps

Kristján Kristjánsson,  Hvítanesi

Lilja Ósk Þórisdóttir, Súðavík

Salbjörg Sigurðardóttir, Súðavík