Þessa dagana, undanfarna mánuði og næstu mánuði, er unnið að svæðisskipulagi fyrir Vestfirði. Súðavíkurhreppur á tvo fulltrúa í svæðisskipulagsnefndinni sem fara yfir ferlið og tillögur að svæðisskipulaginu ásamt þeim fulltrúum annarra sveitarfélaga sem varða skipulagið. Þau skref sem þegar hafa verið tekin í þessari vinnu hafa verið kynnt sveitarstjórn Súðavíkurhrepps en áríðandi er að sem flestir sem skipulagið varðar láti þetta til sín taka þegar samráðsferli og umsagnarferli eru opin. Sem liður í því samráði er boðað til funda samkvæmt meðfylgjandi auglýsingu svæðisskipulagsnefndarinnar. Vísað er í viðeigandi lagagrein sem vinnan byggir á í auglýsingunni.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.