Sumarstörf fyrir námsmenn hjá Súðavíkurhreppi

Auglýsing vegna sumarstarfa námsmanna.

Vinnumálastofnun í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og Atvinnuleysistryggingasjóð hafa ákveðið að standa straum af átaksverkefnum fyrir námsmenn í sumar.

Súðavíkurhreppi hefur verið úthlutað einu stöðugildi en til greina kemur að ráða fleiri en einn ef áhugi er til staðar.

Skilyrði:

  • Námsmenn skráðir í nám vor eða haust 2021
  • Ráðningartími er 2 ½ mánuður
  • Námsmaður 18 ára eða eldri á árinu

Súðavíkurhreppur áformar að fara í átaksverkefni í sumar sem geta falist í eftirfarandi:

-          Sláttur lúpínu

-          Umhirða umhverfis

-          Og annað tilfallandi með umsjónarmanni fasteigna

Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Súðavíkurhrepps, senda tölvupóst á sudavik@sudavik.is eða hringja í síma 4505900.

Sveitarstjóri Súðavíkurhrepps