Stefán Máni gaf nýlega út sína tólftu bók um lögreglumanninn Hörð Grímsson, Dauðinn einn var vitni, og hlaut hún tilnefningu til Blóðdropans. Á dögunum var sett upp og afhjúpað söguskilti um son Súðavíkur. Með þessu er tekið ofan fyrir Herði og bókmenntasögunni í Súðavík. Stefán Máni kom á framfæri þakklæti til Braga Þórs Thoroddsen sveitastjóra og sem og allra Súðvíkinga fyrir hjálpina og góðar móttökur. Dauðinn einn var vitni er 12. bókin um rauðhærða risann Hörð.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.