Stálþilsplötur á Langeyri.

Skipið Hav Nes kom með stálþilsplötur fyrir nýju höfnina við Langeyri seint um kvöld fimmtudaginn 30. maí 2024. Þessa dagana er verið að flytja stálþilið að Langeyri þar sem Kranar ehf. sjá um niðurrekstur og uppsetningu polla og viðeigandi búnaðar. Tígur ehf. eru að mala fyllingarefni í yfirlögn á landfyllinguna fyrir stálþilsgarðinn og fyllingarsvæðið. Þessi vinna mun standa yfir í sumar og fram á næsta vetur að öllum líkindum. Gerður verður hafnargarður liðlega 80m langur með dýpi um 10 m við þilið. Hönnunarvinna vegna uppbyggingar verksmiðju Ískalk á landfyllingunni stendur yfir. 

ljósmyndir