Sorpmóttaka við Njarðarbraut

Í nóvember ætlum við að hafa sorpmóttöku við Njarðarbraut opna frá 12:00 - 17:00 þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga.

Fyrirkomulagið byrjar frá og með deginum í dag. 

Það verður ekki vakt á staðnum en svæðið er þó í mynd þar sem myndarvélarvöktun er á svæðinu. Vaktsími er vegna svæðisins og er auglýstur þar (Guðrún 8631019) og hægt að hafa samband vegna gjaldskylds úrgangs, en t.a.m. timbur og húsgögn eru gjaldskyldir flokkar. Ennfremur ef losna þarf við spillefni eða annað sem viðkomandi er óviss um hvar skal staðsetja. 

Minnt skal á að flokka skal samkvæmt því kerfi sem Kubbur heldur úti á sinni heimasíðu, sjá hér kubbur.is

Íbúar og þjónustunotendur eru minntir á að ganga snyrtilega um svæðið og virða þær reglur sem um gilda. Ef vel gengur verður þetta fyrirkomulag áfram og er það undir þjónustunotendum komið. Hreinn pappi og blöð í samsvarandi gám og plast og plastumbúðir. Frauðplast fer ekki í plastgáminn.

Ef flokkun er ábótavant hækkar gjaldskrá Kubbs sem skilar sér í hærra verði fyrir þjónustu Súðavíkurhrepps. 

Sveitarstjóri og umsjónarmaður fasteigna Súðavíkurhrepps.