Slæm veðurspá fyrir landið allt - vond spá fyrir Vestfirði

Veðurstofan vekur athygli á slæmri veðurspá fyrir næstu tvo sólarhringana. Sterkur nv-vindur með úrkomu sem verður væntanlega snjókoma niður á láglendi á Vestfjörðum. Í framhaldi er spáð hláku og því gæti verið varhugavert ástand ef snjósöfnun verður í fjöll og hlíðar. 

Þeim sem dvelja í gamla Súðavíkurþorpinu er bent á vef Veðurstofunnar  - vedur.is og fylgjast með fréttum og tilkynningum varðandi veður og ofanflóðaviðvaranir. 

Íbúum er bent á að huga að eignum sínum - hvort sem það eru lausamunir eða annað sem kann að verða útsett í veðri af norðvestri/norðri.

Vindaspá í dag: