Sjálfsvarnarnámskeið í íþróttahúsinu í Súðavík

Þann 13.febrúar s.l. hófst þriggja kvölda sjálfsvarnarnámskeið í íþróttahúsinu í Súðavík.  Leiðbeinendur eru Alexander Bjarki Mayuson og Th. Haukur Thorsteinsson. Góð mæting var og góð stemming í hópnum sem samanstóð af átta konum og tveimur körlum.  Þátttakendum er kend blönduð bardagatækni ásamt undirstöðu í sjálfsvörn.

ljósmyndir og frétt Th.Haukur