Sætt og Salt kaffihús á Langeyri

Sætt og Salt hefur opnað kaffihús á Langeyri.  Þau eru með kaffi frá Kaffitár boði og tilvalið er að koma í heimsókn, tilla sér niður með kaffibollann, smakka súkkulaði og hafa það huggulegt í notalegu umhverfi við náttúruna og fuglalífið á Langeyrartjörninni.  Við óskum þeim innilega til hamingju með nýja kaffihúsið í Súðavík.  Opið er á virkum dögum frá 09.30 - 16:00 og á laugardögum frá 11:00 - 15:00

ljósmyndir