Tilkynnt var í dag, 16. desember 2021, að Raggagarður hafi hlotið umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2021.
Um er að ræða afar ánægjulega viðurkenningu á flottu uppbyggingarstarfi garðsins og endurbætur undanfarin ár. Við óskum stjórn Raggagarðs og ekki síst Boggu (Vilborgu) til hamingju með viðurkenninguna. Eru Bogga og garðurinn vel að viðurkenningunni komin enda afbragðs samkomustaður fyrir alla fjölskylduna auk þess sem aðgengi og umhverfi hefur sífellt verið til endurskoðunar. Síðasta sumar var unnið í aðgengismálum garðsins þar sem hann er nú fær fyrir hjólastóla, en fyrr í vor var bílastæði malbikað og merkt.
Finna má frétt um efnið hér.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.