Dagana 14.-17. október s.l. var haldin alþjóðleg kvikmyndasýning - PIFF á ísafirði. Fjölnir Baldursson kvikmyndagerðamaður, leikstjóri og framleiðandi átti veg og vanda að uppsetningu á hátíðinni ásamt góðu fólki. The Pigeon International Film Festival eða Piff í daglegu tali er ný kvikmyndahátíð sem haldin er hér á Vestfjjörðum. Þetta er alþjóðleg hátíð og voru myndir frá 24 löndum sýndar í ár alls 71 mynd. Í ár var Pólskt þema á hátíðinni og komu margir gestir þaðan . Sýningar voru í Súðavík milli 18:00 og 20:00 s.l. laugardag og fóru fram í bókasafnsrými Kaupfélagsins. Séð var um að góðir stólar voru á staðnum og Matthias Troost var með poppmaskínuna á klára. Þetta var frábært tækifæri til þess að kynna sér fjölbreyttar stuttmyndir og kvikmyndir. Sýndar vorur 8 myndir og frítt var inn á viðburðinn. Þá má geta þess að einnig voru sýningar á Suðureyri og í Bolungarvík. Tvær myndir vöktu mesta athygli gesta í Súðavík, en það var kvikmyndin "The Whale from Lorino" eftir leikstjórann Maciej Cuske en hún fjallar um Síberska Chukchi fólkið, líf þeirra og hvalveiðar. Þorpið Lorino þar sem kvikmyndin gerist er norðaustur af Síberíu. Tómar olíutunnur og hvalabein eru leikföng barnanna. Veiðar veiðimanna á hvölum í útrýmingarhættu er hefð en líka lífsnausýnleg afkomu þeirra á allan hátt. Alveg hreint mögnuð kvikmynd. Þá vakti stuttyndin "Rán" eftir Fjölin Baldursson mikla athygli. Hún er gefur innsýn inn í mannlegt eðli, lífsbaráttu og slæma ákvörðunartökur sem hafa síðan skemmtilegan snúning í enda hennar. Súðvíkingar þakka kærlega þann heiður að hafa verið þátttakendur í PIFF 2021 og vonum við að framhald verði á þessu frábæra samtstarfi
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.