Óvissustig almannavarna vegna veðurs miðvikudaginn 5. febrúar 2025

Veðurspá næsta sólarhringinn og fram eftir degi á fimmtudag er slæm, suðvestan stormur eða rok, 20-28m/sek og hviður upp í 35 m/sek með hríðarveðri á Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir að appelsínugul veðurviðvörun gildi fyrir norðanverða Vestfirði frá og með kl. 20:00, en viðvaranir koma inn fyrr í öðrum landshlutum.  

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna veðurs á landinu öllu frá og með kl. 12 í dag og næsta sólarhringinn. Sjá nánar hér á vef mbl.is og vef Veðurstofunnar. Þá er ábending til þeirra sem ætla að ferðast milli landshluta eða byggðarlaga að huga að veðri og færð. Hægt er að nálgast upplýsingar um færð og veður á vef Vegagerðarinnar.