Það eru suðlægar áttir sem koma með hlýviðri og talsverðum vindi í dag, aðfangadag. Hviður geta verið varasamar og hálka meðan snjórinn og klakinn hlána. Súðavíkurhlíðin getur því verið varasöm, enda kom tilkynning frá Vegagerðinni um óvissuástand vegna hættu á ofanflóðum. Það er því vissara, ofan í almennar varúðarráðstafanir, að vera með brýn erindi um hlíðina enda skemmtilegra að halda jólin heima. Fylgist með tilkynningum Vegagerðarinnar ef breytingar verða á frá óvissustigi og höldum gleðilega hátíð.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.