Búið er að setja upp tvær hleðslustöðvar frá Tesla í Súðavík. Matthilde Guldstrand, frá Tesla í Noregi, gaf stöðvarnar. Þorsteinn Másson í Bláma hafði milligöngu um verkefnið í samvinnu við sveitastjóra. Stöðvarnar eru opnar (gjaldfrjálsar) og staðsettar við syðri endann á Grundarstræti.
Til stendur að setja upp aðrar tvær við Samkomuhúsið, en tvær fóru inn í Reykjanes og einni verður bætt við inn í Heydal.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.