Kæru íbúar og aðrir sem málið er skylt,
Þann 16. janúar 2025 eru 30 ár frá snjóflóðunum í Súðavík þann 16. janúar 1995. Af því tilefni verður haldin minningarstund í Súðavíkurkirkju.
Athöfnin hefst á að gengið verður frá samkomuhúsinu kl:16:40 upp að minningareit (minnisvarða). Séra Fjölnir Ásbjörnsson verður með okkur í Súðavíkurkirkju þegar göngunni er lokið þar sem fram fer minningastund. Undirspil og söngur verður í höndum Hljómóra.
Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffi og veitingar í stjórnsýsluhúsinu, Grundarstræti 1 í Súðavík og eru allir velkomnir þar.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.