Málþing um ofanflóð - Ofanflóð 2025

Dagana 5.-6. maí 2025 verður haldið málþing um ofanflóð og samfélög. Málþingið fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Dagskrá og skráningu er að finna hér. Opið er fyrir skráningu sem lýkur þann 25. apríl 2025. Fjöldi fyrirlesara úr ýmsum greinum sem tengjast á einn eða annan hátt snjóflóðum og afleiðingum þeirra. 

Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðanna í Súðavík 16. janúar 1995, sem tók til starfa 1. janúar 2025, verður á málþinginu og með viðveru og vettvangsferð dagana á eftir - 7. og 8. maí nk. Sjá nánar um það hér. Rannsóknarnefndin var skipuð eftir þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi þann 30. apríl 2024. Sjá ályktun.