Kvikmyndahátíðin Piff í Súðavík

Kvikyndahátíðin Piff var haldin dagana 10. - 13. október á Ísafirði.  Piff var núna 11. og 12. október, þriðja árið í röð með sýningar í Súðavík í bókasafninu í Kaupfélaginu.  Aðsókn var góð og áhorfendur mjög ánægðir með úrval mynda sem sýndar voru.  Adrian Apanel frá Horror story heimsótti okkur á fösudagskvöldið. Horror story vann verðlaun sem besta kvikmynd og besti leikstjórinn.   Á laugardaginn kom framleiðandi stuttmyndarinnar Sweet nightmare, Zahra Setareh og kynnti mynd sína og vann hún til verðlauna sem besta stuttmyndin og besti leikstjórinn.  Marta Bretó Lucia kynnti stuttmynd sína Melrakka.  Við þökkum þann heiður að fá að vera þátttakendur í alþjóðlegu kvikmyndahátínni Piff og óskum aðstandendum hennar til hamingju með þennan frábæra menningarviðburð hér á Vestfjörðum.  Ljósmyndir Bragi Þór Thoroddsen

ljósmyndir