Þ. 28. janúar kom Kofri ÍS til hafnar í Súðavík frá Reykjavík þar sem hann hafði verið hífður á land eftir flutning frá Færeyjum. Það er færeyska fyrirtækið K J Hydraulik sem smíðaði bátinn, en hann er 15 metrar á lengd, 8 metrar á breidd og með 50 tonna krana. Kofri mun sinna eldisvæði Háafells í Vigurál og verður gerður út frá Súðavík. Kofri var til sýnis fyrir gesti og gangandi 28. janúar.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.