mynd - visir.is
Vakin er athygli á því að refaveiðar eru einingis heimilar þeim sem hafa samning um grenjavinnslu og refaveiðar í Súðavíkurhreppi tímabilið 1. maí til 31. júli. Samkvæmt reglugerð nr. 437/1995 um refa- og minkaveiðar er þeim heimilt að fella refi sem hafa gilt veiðkort og byssuleyfi tímabilið 1. ágúst til 30. apríl á hvert. En utan þess tíma einungis þeim sem sérstaklega eru til þess ráðnir af Súðavíkurhreppi. Fyrir svæðið frá Brúðarhamri á Súðavíkurhlíð (mörk Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps) og að Ögurnesi er ráðinn veiðimaður sem sér um þessar veiðar. Fyrir svæðið frá Ögurnesi inn í botn Ísafjarðar (að mörkum Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar) verða slíkar veiðar einungis í samráði við landeigendur í Inndjúpi.
Að gefnu tilefni verður ekki greitt fyrir hlaupadýr á leyfilegum tíma - 1. ágúst - 30. apríl ár hvert, nema þeim sem hafa samning við Súðavíkurhrepp. Sama á við um gildruveiðar á mink og hlaupadýr. Bent er á að viðkomandi hafi samband við skrifstofu Súðavíkurhrepps áður en slíkar veiðar eru áformaðar, enda hefur sveitarfélagið gert samkomulag við ákveðna veiðimenn um að sinna veiðum á refum og minkum fyrir árið 2022.
Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.