Gönguhópur í íþróttahúsinu

Undafarnar vikur hefur hópur af súðvíkingum verið að hittast þrisvar í viku, milli fimm og sex á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum í íþróttahúsinu í Súðavík.  Tilgangurinn er að hjálpa fólki til að geta gengið inni þegar aðstæður útivið eru óhagstæðar eins og verið hefur undanfarið.  Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og mæting verið góð og vonandi er þetta komið til að vera.

ljósmynd og frétt Th. Haukur