Það verður brenna á gamlársdag kl. 20:30 við fjöruna fyrir neðan Grundarstræti. Veðurspá er svolítið á mörkunum en við reynum auðvitað að halda dagskrá. Flugeldasýning á vegum Björgunarsveitarinnar Kofra ef veður leyfir. Klæðum okkur vel og njótum þess að koma saman síðasta dag ársins og brennum burt og sprengjum árið 2022.