Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi þann 10. desember 2021 að veita framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu inn af Langeyri í Álftafirði.
Framkvæmdaleyfið er gefið út skv. 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Vakin er athygli á að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til útskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um leyfið, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Gögn framkvæmdaleyfis
Jóhann Birkir Helgason, skipulags- og byggingarfulltrúi
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.