Ester Rut Unnsteinsdóttir Ph.D. í spendýravistfræði og refagengið ICEFOX (rannsóknarhópur) verða með áhugavert erindi á Melrakkasetrinu í Súðavík mánudaginn 30. september 2024 kl. 20-22. Flutt verður kynning á verkefninu um stofngerð íslensku tófunnar (sjá meðfylgjandi auglýsingu). Ester Rut er spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og er okkur að góðu kunn í Súðavík, enda primus motor í stofnun Melrakkaseturs og sat í stjórn félagsins um árabil og hefur sinnt refarannsóknum á Hornströndum með meiru.
Aðgangur er ókeypis.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.