Góðar og gagnlegar upplýsingar um flokkun sorps og úrgangs eru á heimasíðu Kubbs. Þar sem nýtt flokkunarkerfi var innleitt með nýrri reglugerð þann 1. janúar 2023 eru komnar nýjar áskoranir og um leið tækifæri í meðhöndlun sorps. Það hefur í för með sér lokun á sorpsvæði varðandi móttöku á sumum hlutum sem áður var einfaldara að losna við.
Til þess að bregðast við óánægju með sorpmóttöku, einkum úrgang sem ekki er hægt að setja með heimilissorpi eða í endurvinnslu s.s. gler, munum við hafa opið fyrir móttöku á gleri í sorpmóttöku við Njarðarbraut. Ýmsar tillögur hafa komið um aðgengi að sorpsvæði, en þær eru ekki allar framkvæmanlegar. Það er ekki leyfilegt að vera með opna móttöku á öllum hlutum, hvorki hefur umgengni þar um verið nægilega góð, en einnig er það bannað samkvæmt þeirri reglugerð sem tók gildi. Þetta er kerfi í aðlögun sem hefur valdið vandkvæðum sums staðar en það þarf ekki að vera þannig. Ef losna þarf við sorp sem fer ekki með heimilisúrgangi, er annað hvort hægt að koma á fyrirfram auglýstum tíma að Njarðarbraut, eða hafa samband við umsjónarmann fasteigna. Símanúmer er í upplýsingum við sorpsvæðið og hægt að verða við opnun í flestum tilvikum. Það er sumt gjaldskylt, en annað frítt. Í fullkomnum heimi væri þetta allt saman frítt og þetta bara hyrfi, en það er ekki svo. Það þarf að borga fyrir förgun á sumum hlutum þar sem talsverður kostnaður hlýst af því fyrir sveitarfélagið. Kerfið heitir í grunninn borgað þegar hent er og er það grunnhugsunin sú að hver greiðir fyrir sitt sorp, það sem dýrast er í förgun, ekki samborgarar eða sveitarfélagið.
Opnunartími við Njarðarbraut er á þriðjudögum frá kl. 16:00 - 17:00 - eða eftir nánara samkomulagi við starfsmann. Hægt er að hafa samband í síma 863-1019.
Af síðu Kubbs:
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.