Félagsleg liðveisla

Félagsleg liðveisla í Súðavík

 

Umsóknarfrestur: 15. nóvember

Súðavíkurhreppur óskar eftir starfsfólki í félagslega liðveislu. Um er að ræða starf í tímavinnu þar sem vinnutími er breytilegur að degi til, á kvöldin og um helgar. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfið felst einkum í að veita félagslegan stuðning til einstaklinga sem þurfa á því að halda, til dæmis með því að fara í bíó, út að borða, hanga saman og spjalla.

Meginverkefni

  • Veita félagslegan stuðning
  • Efla fólk til sjálfstæðis í félagslegum samskiptum

Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Rík þjónustulund
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og þolinmæði
  • Góð íslensku- og/eða enskukunnátta (annað hvort fullnægjandi)
  • Bílpróf og bíll til afnota kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (Kjölur / VerkVest).

Umsóknir skulu sendar til Hrafnhildar Hrannar Óðinsdóttur, forstöðumanns stuðningsþjónustu á netfangið hrafnhildurod@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur, í síma 450-8000 eða í gegnum ofangreint netfang.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

-Við þjónum með gleði til gagns-