Fasteignagjöld árið 2022
Meðfylgjandi er álagningarseðill fasteignagjalda fyrir árið 2022
Greiðslutilhögun: Greiðsluseðlar munu einnig birtast í heimabanka með sama hætti og á árinu 2021.
Staðgreiðsla gjalda: Ath. Ekki er lengur boðið upp á 5% staðgreiðsluafslátt.
Gjalddagar: Gjalddagar eru átta á árinu. 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1 júlí , 1. ágúst,1 september og 1 október 2022. Eindagi er síðasti dagur hvers mánaðar og reiknast dráttavextir frá gjalddaga.
Athygli skal vakin á því að ekki verða sendir út sérstakir greiðsluseðlar í pósti, viðkomandi er bent á að hægt er að óska eftir því að greiðsluseðlar verði sendir. Gjald vegna greiðsluseðils er kr. 250 vegna póstkostnaðar.
Gjöld eru lögð á fasteignir og lóðir samkvæmt eftirfarandi álagningarreglum og stuðlum:
Álagningarreglur Álagning 2022
Íbúðar- Atvinnu Aðrar Gjöld húsnæði (A) húsnæði (C) eignir (B) |
Fasteignaskattur 0,45 % 1,65 % 1,32 % |
Lóðarleiga 2,00 % 2,00 % 2,00 % |
Holræsagjald 0,22 % 0,22 % (hám. kr. 25.358) |
Vatnsgjald 0,35 % 0,35 % - (Lágm. kr. 6.600) |
Rotþróagjald kr. 17.331 kr. 17.331 |
Sorpgjöld
Íbúðarhúsnæði og lögbýli í Álftafirði kr. 39.239 |
Lögbýli í dreifbýli kr. 29.401 |
Sumarhús í ytri byggð Súðavíkur kr. 17.296 |
Önnur sumarhús í dreifbýli kr. 21.945 |
Fyrirtæki Sjá gjaldskrá |
Kærufrestur er til 21. mars 2022.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Súðavíkurhrepps í síma 450-5900 ef óskað er frekari upplýsinga.
Súðavíkurhreppur,
Sveitarstjóri
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.