Heiðurshjónin, Frosti Gunnarsson og Björg Valdís Hansdóttir, færðu Súðavíkurhreppi fallega gjöf í liðinni viku. Um er að ræða bekk með áletruðum skildi til minningar um þá sem fórust í mannskæðu snjóflóði í Súðavík að morgni dags 16. janúar 1995.
Bekknum var komið fyrir ofan Langeyrar, við hliðina á upplýsingaskilti Vegagerðarinnar. Bekkurinn stendur því undir Kofranum sem prýðir nýju byggðina í Súðavík og mun væntanlega verða reglulegur áningarstaður þeirra sem njóta útivistar með fallegu útsýni.
Fyrir hönd Súðavíkuhrepps þakka ég þeim Frosta og Björgu fyrir þessa fallegu og táknrænu gjöf. Hvet um leið íbúa Súðavíkurhrepps til þess að koma með hugmyndir að því hvernig megi gera aðgengi og umgjörð betur úr garði til þess að upplifun af því að setjast niður á þessum fallega stað geti verið enn betri.
Bragi Þór Thoroddsen - sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.