Dísa, dæluskip Björgunar sér um að dýpka Súðavíkurhöfn með samning við Súðavíkurhrepp og Vegagerðina. Losun efnis verður innan Langeyrar þar sem efnið mun nýtast í landfyllingu fyrir verksmiðjusvæði Marigold - Íslenska kalkþörungafélagsins. Þetta verða um 3500 m3 sem þarf að dæla upp úr höfn og innsiglingu. Alls þarf um 150-200 þúsund rúmmetra í landfyllingu innan Langeyrar í verksmiðjusvæði svo þetta er um 2-3% af væntanlegri uppdælingu.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.