Drög að dagskrá
Fimmtudaginn 30. júlí Off venue
Kl. 20:00 Barsvar á Melrakkasetrinu (Pub Quiz)
Föstudagur 31. júlí
Kl. 09:30 Hestur í Hestfirði ( fjórir skór)
Fararstjórar verða Anna Lind og Barði. Farið verður af stað kl. 09:30 frá Kaupfélaginu í Súðavík og keyrt
inn að eyðibýlinu Hesti. Gangan sjálf hefst kl. 10:00 og er ekki fyrir lofthrædda. Vegalengd er 6-7 km.
og uppsöfnuð hækkun er 550m.
Kl. 19:00 Gönguhátíðin sett og haldin verður matarveisla
Kl. 20:50
verður stutt skrúðganga úr matarveislunni yfir að brennunni.
Kl. 21:00 Brenna
Laugardagur 1. ágúst.
KL. 08:00 - 10:00 Hafragrautur með lifrarpylsu og lýsisskammti í Kaupfélaginu
Þetta kostar 700 kr. en frítt fyrir þá sem eru með gönguarmband.
Kl. 09:00 Súðavíkurfjall og tónleikar með Mugison ( þrír skór )
Gengið frá Arnarnesi og upp og síðan komið niður Traðagilshviflt að Súðavík eða öfugt.
Ofan af Súðavíkurfjalli er mikið og gott útsýni yfir Djúpið. Þegar komið er niður
í hviftina hefjast tónleikar með Mugison. Vegalengd er c.a. 10 km. og uppsöfnuð
hækkun c.a. 700 metrar. Göngufólk kemur saman við Kaupfélagið og lagt er af
stað kl. 09:00
Kl. 09:00 Bardagi ( þrír skór )
Bardagi er fallegur tindur á mili Álftafjarðar og Seyðisfjarðar. Brattar hlíðar, en
svo eru verðlaunin frábært útsýni yfir fjöllin og Djúpið. Að venju er komið saman
við Kaupfélagið í Súðavík og lagt af stað kl. 09:00. Farastjóri er Orri Sverrison.
Vegalengd c.a. 3-4 km. og hækkun um 600 metrar. Göngutími 3-4 tímar.
KL. 12:00 Gengið á tónleika Mugison
Komið saman við Kaupfélagið kl. 12:00 og keyrt upp í grjótnámu. Þaðan er gengið
inn að Traðargilinu og Mugison verður með tónleika og Mugilady mun án efa leggja
sín lóð á vogarskálarnar. Vegalengd er c.a.3-4 km. og hækkun um 450 metrar.
Kl. 17:00 Síðdegisganga um þorpið ( einn skór )
Fjallað er um þætti úr sögu Súðavíkur m.a. fyrstu hvalveiðistöðina á Íslandi sem var
á Langeyri. Svæðið þar sem snjóflóðin féllu 1995, farið í Raggagarð og fleira.
Göngufólk kemur saman við Kaupfélagið kl. 17:00. Vegalegnd er c.a. 5 km. og
göngutími 1-2 tímar og mun heimamaður sjáum leiðsögn.
KL. 19:00 Sameiginlegt grill í Raggarði
Grillin verða orðin heit kl. 19:00 og hægt verður að koma með eigið kjöt og meðlæti
eða kaupa grillaðar pylsur á vægu verði. Pappadiskar og hnífapör verða á staðnum.
Spiluð verður létt tónlist.
KL. 20:00 Dansleikur í Félagsheimilinu í Súðavík.
Gestir koma með drykkina með sér. Það er frítt inn fyrir þá sem eru með gönguarmband.
Sunnudagurinn 2. ágúst.
Kl. 08. - 10:00 Hafragrautur með lifrarpylsu og lýsisskammti í Kaupfélaginu
Þetta kostar 700 kr. en frítt fyrir þá sem eru með gönguarmband.
Kl. 09:00 Galtarviti um Bakkaskarð ( þrír skór )
Komið saman við Kaupfélagið og sameinast í bíla og keyrt áleiðis í Skálavík.
Komið við á Bónusplaninu á Ísafirði um 09:30. Lagt af stað úr Skálavík um tíuleytið og gengið
um Bakkaskarð að Galtarvita. Vegalengd er 12 km. og 880 metra uppsöfnuð hækkun. Göngutími er c.a.
6-8 tímar undir leiðsögn Barða og Önnu Lindar.
Kl. 11:00 Valagil ( einn skór )
Keyrt frá Kaupfélagsplaninu inn í botn Álftafjarðar. Gangan er tvíþætt - annars vegar styttri ganga að
Valagili og hins vegar áfram og upp með gljúfrunum. Þetta er falleg ganga og sagan sögð af Bóthildi.
Leiðsögn Einar Skúlason. Styttri gangan er c.a. 4 km. og sú lengri um 10 km.
Kl. 12:00 Ögurganga ( tveir skór )
Gengið frá Ögri og upp á útsýnistað þar sem sjá má glæsilegt útsýni yfir Skötufjörð, Vigur, ísafjarðardjúp
og Æðey. Þarna eru líka mestu hvalaslóðir Djúpsins og algengt að sjá hnúfubaka í ætisleit. Verð fyrir mannin
er 1.500 kr. og innifalið er Kaffi/te/kakó og kökusneið í lok göngunnar á kaffihúsinu á Ögri. Göngufólk kemur
saman við samkomuhúsið á Ögri og lagt af stað um kl. 12:00. Gangan tekur um 2 tíma með stoppum.
Leiðsögn er í höndum Guðfinnu Hreiðarsdóttur. Vegalegnd er c.a. 6 km. og hækkun 250 metrar.
Kl. 16:00 Naustahvilft ( 2 skór )
Gangan upp í Naustahvilft er við flestra hæfi og útsýnið yfir Skutulsfjörðinn og Ísafjarðarbæ svíkur engan.
Sagðar verða nokkrar sögur og göngufólk kvittar í gestabókina. Vegalengd er c.a. 2 km. og hækkun um 200 metrar.
Leiðsögn Ísfirðingur.
Kl. 20:00 Sögustund á sunnudagskvöldi í anda baðstofuloftsins
Mánudagur 3. ágúst
kl. 08:00 - 10:00
Hafragrautur með lifrarpylsu og lýsisskammti í Kaupfélaginu
Þetta kostar 700 kr. en frítt fyrir þá sem eru með gönguarmband.
Kl. 09:00 Morgunganga á Kofra ( þrír skór )
Komið saman við Kaupfélagið og sameinast í bíla og lagt af stað c.a. níu. Gengið verður á Kofrann
undir leiðsögn Önnu Lindar og Barða. Sennilega hefur enginn gengið oftar á Kofrann heldur en Barði.
Gangan getur verið árskorun fyrir lofthrædda. Sögustund verður á toppnum um kraftinn í Kofranum
Hámark 30 manns í þessari göngu. Vegalengdin er 3 km. og hækkun 600 metrar og göngutími er 5 tímar.
Forsöluverð á gönguarmbandi er 8.000 kr.
Innifalið i gönguarmbandi eru allar göngurnar, tjaldsvæðið í Súðavík alla helgina og hafragrautur og kaffi
á morgnana og einnig aðgangur að ballinu í Samkomuhúsinu á laugardagskvöldinu.
https://paymentweb.valitor.is/Tengill/in3ahq - hér er hægt að borga fyrir armbandið serm fæst
síðan afhent í Súðavík.
.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.