Deiliskipulag í Reykjanesi, Súðavíkurhreppi
Nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti þann 16. september 2022 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði í Reykjanesi við Djúp í Súðavíkurhreppi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Markmið deiliskipulagsins er að auka möguleika á nýtingu Reykjaness á sjálfbæran hátt auk verndunar náttúru svæðisins. Lögð er áhersla á aukinn möguleika til atvinnuuppbyggingar sem og aðgengi almennings að náttúru svæðisins.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, Súðavík og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá 30. september til 11. nóvember 2022 á venjulegum skrifstofutíma og á heimasíðu Súðavíkurhrepps www.sudavik.is.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa Súðavíkurhrepps í síðasta lagi 10. nóvember 2022 á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða á netfangið sudavik@sudavik.is
Jóhann Birkir Helgason
skipulags- og byggingarfulltrúi Súðavíkurhrepps
Uppdrátt af svæðinu er að finna hér og greinargerð með deiliskipulagi hér.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.