Yfirkjörstjórn Súðavíkurhrepps tilkynnir að um óbundnar kosningar verði að ræða við sveitarstjórnarkosningar í Súðavíkurhreppi 14.maí 2022 þar sem engir framboðslistar bárust fyrir tilskilinn frest.
Samkvæmt 4. gr. kosningarlaga nr. 112/2021 hafa kosningarétt í Súðavíkurhreppi:
Í 6. grein kosningalaga nr. 112/2021 eru kjörgengir í sveitarstjórn hver sá sem kosningarétt hefur í sveitarfélaginu samkvæmt 4. grein, og hafa óflekkað mannorð.
Samkvæmt 49. grein kosningalaga, 4. málsgrein er þeim sem kjörgengir eru , heilir og hraustir og yngri en 65 ára skylt að taka kjöri í sveitarstjórn.
Eftirtaldir einstaklingar hafa skorast undan kjöri til sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps samkvæmt heimild í kosningalögum nr. 112/2021 49. grein, 5 málsgrein, þar sem þeir hafa áður setið í sveitarstjórn geta skorast undan kjöri:
Samúel Kristjánsson, Álfabyggð 1
Karl Guðmundur Kjartansson, Hlíðargötu 1
Auglýsing um kjörstað og framkvæmd sveitarstjórnarkosninga í Súðavíkurhreppi 14. maí 2022 verður birt síðar.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.