Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér drög að deiliskipulagi í Reykjanesi, skv. ákv. gr. 5.6.1 í skipulagsreglugerð.
Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið deiliskipulagsins er að auka möguleika á nýtingu Reykjaness á sjálfbæran hátt auk verndunar náttúru svæðisins. Lögð er áhersla á aukinn möguleika til atvinnuuppbyggingar sem og aðgengi almennings að náttúru svæðisins.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á Reykjanesi.
Tillagan verður kynnt á opnum fundi á skrifstofu Súðavíkurhrepps Grundarstræti 1 í Súðavík, mánudaginn 16. maí n.k. kl. 16:00.
Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á kynningunni og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa Súðavíkurhrepps Grundarstræti 1, Súðavík eða á netfangið jbh@verkis.is til og með 26. maí 2022.
Hægt er að nálgast drög að tillögu á skrifstofu Súðavíkurhrepps. Sjá skipulagsuppdrátt hér. Sjá deiliskipulagsgreinargerð hér.
Hver sá, sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest, telst samþykkur henni.
Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Súðavík.
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.