Auglýsing um skipulagsmál í Súðavíkurhreppi
Eyrardalur 7, deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti þann 14. febrúar 2025 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Eyrardal 7 skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Breytingin er gerð vegna áforma um að reisa smáhýsi á lóð Eyrardals 7, innan og ofan við Melrakkasetrið, gamla Eyrardalsbæinn. Markiðið með breytingunni er að auka framboð af heilsárs gistirýmum fyrir ferðamenn í Súðavík.
Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 2018-2030.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, Súðavík og hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Hafnarstræti 1, Ísafirði, frá 13. mars til 25. apríl 2025 á venjulegum skrifstofutíma og á heimasíðu Súðavíkurhrepps www.sudavik.is.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa Súðavíkurhrepps í síðasta lagi 25. apríl 2025 á skrifstofu Súðavíkurhrepps, Grundarstræti 3, 420 Súðavík eða á netfangið sudavik@sudavik.is
Slóð fyrir uppdrátt og lýsingu er að finna hér.
Jóhann Birkir Helgason
skipulags- og byggingarfulltrúi Súðavíkurhrepps
Opið kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 15:00 virka daga.